1.7.2007 | 21:59
fréttabréf úr sveitinni
V ið hjónakornin erum búin að vera á flækingi siðan 22.júní komum heim í dag. Síðustu fjóra dagana er um við búin að vera á Minnivöllum hjá Dóru og Begga girðingarvinna í tvo daga og ser ekki fyrir endann á ´girðingunum ennþá, það er ótrúlegt andskotans puð að halda sauðkindinni innan girðingar eða utan þeirra til eru kindur sem komast það sem þær ætla sér, ekki út í loftið að sagt er að einhver sé sauðþrár. í´gærkvóldi fórum við Beggi út á veg en þar hafði ein rolla með tvö lömb sloppið út á aðalveginn og bílar sem fóru um þeyttu flautur þegar við komum að hélt ég að við færum út úr jeppanum og rækjum á gamla mátann en hann hélt nú ekki skellti bílnum út fyrir veg gaf allt í botn rollan þaut y fir veginn og við á eftir og útaf hinu megin síðan var hún rekin að hliði sem við vorum búnir að opna og þá gólaði hann á dýrið sem hún virtist skilja staðnæmdist og horfði á okkur með sínu sauðþráu augum og stakk sér ásamt lömbunum í gegnum hliðið og var kominn í öruggt skjól. Ég hafði orð á því að hún skildi mannamál þessi rolla,hann hélt nú ekki það þyrfti helst að vera á sama plani og þær ég spurði ekki meira en Beggi kann nú ýmislegt fyrir sér og gerir hlutina eins og hann vill þrjóskur eins og pabbinn. í gærmorgun sagðist mamma ætla út að hjóla sem er nú ekki ný frétt fyrir mig for hún út á Landveg og stemdi í vestur liðu nú þrýr klukkutímar þá birtist hún aftur og fyrsta sem hún sagði .ég fór að sækja blöðin fyrir ykkur krakkar mínir hún hafði þá hjólað niður á Vegamót í sjoppuna en vegalengdin er 40 km. geri aðrir betur ég sagði nú ekkert en stakk því að henni að ég hefði nú ekket verið hissa þó hún hefði hjólað á Selfoss hún sagði að það yrði næsti hjólatúr. Ídag fórum við á Heklusafnið á Leirubakka en Guðni bróðir Dóru vinnur þar í sumar, þá skoðuðum við gömlu fjárréttina sem er á bökkum Rangár þar sem heitir Réttarnes þessi rétt var gerð 1669 og notuð til 1979 en eftir það er réttað í Áfangagili. Víð kvöddum krakkana um klukkan þrjú ætluðum ekki að lenda í því sama og um síðustu helgi vorum þrjá kl.tíma frá Eyrabakka til Reykjavíkur en heimferðin núna gekk mjög vel aðeins einn bíll fór framúr okkur á Hellisheiði en sá var fljótur að slá af þar sem löggan var við mælingar á hraða.B less akið eins og þið viljið að aðrir aki.
Um bloggið
Steindór I Steindórsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert sko snilldar penni frændi minn
Ég hefði vilja vera fugl að fylgjast með þegar þið feðgar voruð að hóa rollu greyinu á réttan stað
Svo er sú gamla ekki alveg af baki dottin. Hún er eins og Forrest Gump...nema hann hleypur endalaust....hún hjólar "endalaust"....hahahahhahaha....
Bryndís Halldóra Jónsdóttir, 1.7.2007 kl. 22:37
Ég hefði viljað vera fluga á vegg þegar stórbóndinn gaf í. Ef ég þekki þig rétt hefur eitthvað heyrst í þér en þá hefur litla dýrið gefið í. Svona var það ekki á Hofstöðum í gamla daga þá var riðið eða gengið ekki satt?
anna steindórsdóttir (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 11:19
Sæll gamli minn. kk frumburðurinn hérna megin.
Haha vissi nú að bróðir minn væri að verða einþykkur af sveitaverunni..... en í alvöru !! öll skyldmenni sem lesið þetta - endilega komið við heilsið uppá hann ef þið eigið leið hjá. Hann hefur svo gott af annarskonar tjáningu en bara við rollur eða hjal við silunga í læknum.
Þetta er ekki allt leggjandi á eina manneskju og því alveg skiljanlegt að hún Dóra mín verði þreytt stundum og nenni ekki að hlusta á hann
ps. Set af stað keðjubréf honum til hjálpar með ymiskonar hótunum eða gylliboðum um endalausa hamingju - ef þið sinnið þessu ekki og heimsækið hann........... Dóri Dórs
Dóri Dórs (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.