Halló

Pabbi ég ræðst inná síðuna þína!  Hvað er þetta maður ætlar þú ekkert að láta af þér kveða?

Esjuganga

Góða veðrið í dag notuðum við til að ganga á Esjuna fórum reyndar ekki á toppinn upp í 500 metra hitinn var mjög óþægilegur við eigum þvi ekki að fagna svona yfirleitt ,margt fólk var þarna á göngu sumir lágu í sólbaði og höfðu það gott í sólinni . Eftir kaffistopp ókum við upp með Leirvogsá mjög falleg leið jeppavegur þarna eru nokkrir sumarbústaðir og var fólk í þeim flestum . Fórum veg sem liggur í suður út frá Þingvallavegi ofan við Gljúfrastein ekki vissum við hvað væri að sjá en þegar upp var komið vorum við  komin á stað þar sem heitir Bringur þarna var búið fram til 1960 geysifallegt og mikið útsýni yfir Mosfellsdalinn .Við erum nú að taka okkur til og erum á leið á Akranes og hitta þar kunningja okkar, svo veit ég ekki hvað verður eftir það ,en allavega komum við ekki heim fyrr en í vikulok . bless

 


fréttabréf úr sveitinni

V ið hjónakornin erum búin að vera á flækingi siðan  22.júní komum heim í dag. Síðustu fjóra    dagana      er um við búin að vera á Minnivöllum hjá Dóru og Begga girðingarvinna í tvo daga og ser ekki fyrir endann á ´girðingunum ennþá, það er ótrúlegt andskotans puð að halda sauðkindinni innan girðingar eða utan þeirra til eru kindur sem komast það sem þær ætla sér, ekki út í loftið að sagt er að einhver sé sauðþrár. í´gærkvóldi fórum við Beggi út á veg en þar hafði ein rolla með tvö lömb sloppið út á aðalveginn og bílar sem fóru um þeyttu flautur þegar við komum að hélt ég að við færum út úr jeppanum og rækjum á gamla mátann en hann hélt nú ekki skellti bílnum út fyrir veg gaf allt í botn rollan þaut y fir veginn og við á eftir og útaf hinu megin síðan var hún rekin að hliði sem við vorum búnir að opna og þá gólaði hann á dýrið sem hún virtist skilja staðnæmdist og horfði á okkur með sínu sauðþráu augum og stakk sér ásamt lömbunum í gegnum hliðið og var kominn í öruggt skjól. Ég hafði orð á því að hún skildi mannamál þessi rolla,hann hélt nú ekki það þyrfti helst að vera á sama plani og þær ég spurði ekki meira en Beggi kann nú ýmislegt fyrir sér og gerir hlutina eins og hann vill þrjóskur eins og pabbinn. í gærmorgun sagðist mamma ætla út að hjóla sem er nú ekki ný frétt fyrir mig   for hún út á Landveg og stemdi í vestur liðu nú þrýr klukkutímar þá birtist hún aftur og fyrsta sem hún sagði .ég fór að sækja blöðin fyrir ykkur krakkar mínir hún hafði þá hjólað niður á Vegamót í sjoppuna en vegalengdin er 40 km. geri aðrir betur ég sagði nú ekkert en stakk því að henni að ég hefði nú ekket  verið hissa þó hún hefði hjólað á Selfoss hún sagði að það yrði næsti hjólatúr. Ídag fórum við á Heklusafnið á Leirubakka en Guðni bróðir Dóru vinnur þar í sumar, þá skoðuðum við gömlu fjárréttina sem er á bökkum Rangár þar sem heitir Réttarnes þessi rétt var gerð 1669 og notuð til 1979 en eftir það er réttað í Áfangagili. Víð kvöddum krakkana um klukkan  þrjú ætluðum ekki að lenda í því sama og um síðustu helgi vorum þrjá kl.tíma frá Eyrabakka til Reykjavíkur en heimferðin núna gekk mjög vel aðeins einn bíll fór framúr okkur á Hellisheiði en sá var fljótur að slá af þar sem löggan var við mælingar á hraða.B less akið eins og þið viljið að aðrir aki.


leiðindadagar

ekki er nú mikið um að vera þessa dagana búinn að vera með ei n hverja flensu í viku og litið gert annað en að bíða eftir að hún lagist svo maður geti nú farið að hreyfa sig. Nú er kominn 17.júní og aldrei þessu vant gott veður, man svo oft eftir rigningu þennan dag þegar  hátíðarhöld hafa fokið út í veður og vind  eins og sagt er. í kvöld ætlum við að skreppa niður í bæ og taka púlsinn á liðinu þegar leikurinn er búinn á milli Serba og  ísl tökum þá eins og svíana fyrir ári alveg fnnst mér það furðulegt að ekki eru seldir nema 2500 miðar á leikinn, höllin var nú stækkuð þegar við héldum heimsmeistaramótið  1995 og tók þá 7000 manns. kannski þjóðin hafi fitnað svo mikið síðan þá og hver maður þurfi meira pláss.  Til hamingju með daginn bestu kveðjur

 

 


ÓVISSUFERÐ

Í GÆRKVÖLDI KL 18 VAR ÉG MÆTTUR ÁSAMT TVEIM ÖÐRUM Í  B.0G L. GRJÓTHÁLSI I. TILEFNIÐ VAR AÐ LOFA OKKUR ÁSAMT FLEIRUM AÐ PRUFUKEYRA NÝJAN JEPPA HUNDAI SANTA FE. AUÐVITAÐ NEITA MENN EKKI SLÍKU BOÐI. BIRJAÐ AÐ BJÓÐA UPP Á KAFFI SIÐAN FARIÐ YFIR  FERÐINA SV0NA LAUSLEGA OKKUR AFHENTAR TALSTÖÐVAR TIL SAMSKIFTA MILLI BÍLA ÞÁ VAR´ÖLLUM BOÐIÐ AÐ FARA Á FATASLÁ OG VELJA ÓKKUR FATNAÐ VIÐ HÆFI MERKTAN HYUNDAI. EKKIVAR NÚ LAUST VIÐ AÐ MANNI FINNDIST MAÐUR VERA KOMINN Í KEPPNISLIÐ.    Í FERÐINNI VORU FIMM BÍLAR DÍSEL SJÁLFSKIFTIR MEÐ ÖLLU SEM HÆGT ER AÐ HUGSA  SÉR Í SVONA JEPPA VIÐ ÓKUM AUSTUR SUÐURLANDSVEG Á ÞEIRRI LEIÐ VORUM VIÐ UPPLÝST UM ALLA TÆKNINA Í BÍLNUM OG VIÐ HVERJU MÆTTI BÚAST Í FERÐINNI .ÞEGAR KOMIÐ VAR AÐ SKÍÐASKÁLANUM VAR FARIÐ INNÁ SVOKALLAÐA VATNALEIÐ VAR NÚ KOMIN ÞVÍLÍK RIGNING AÐ VIÐ ELSTU MENN MUNUM EKKI ANNAÐ EINS OG FÆRÐIN EFTIR ÞVI. BYRJAÐ VAR AÐ PRÓFA SVOKALLAÐ STÖÐUGLEIKA STÝRI GERÐAR HÁLFGERÐAR TILRAUNIR TIL AÐ AKA ÚTAF VEGI EN ALLTAF RÉTTI BÍLLINN SIG AF . ÞÁ VAR KLIFRAÐ UPP BREKKUR SEM VORU NÁNAST ÓFÆRAR AÐ SJÁ OG ALLTAF JÓKST RIGNINGIN . ÞÁ VAR NÚ FARIÐ Í AÐ REYNA BÍLINN Í DRULLU OG VATNI  OG VAR HONUM EKKI HLÍFT ÞAR EN VIÐ URÐUM AÐ SNÚA SÖMU LEIÐ TIL BAKA VEGNA BLEITU OG ÓFÆRÐAR. VAR NÚ EKIÐ ÚT Á ÞJÓÐVEG  1 OG NIÐUR ÖLVUSIÐ ÁLEIÐIS  TIL  EYRABAKKA KOMIÐ VAR VIÐ Á LEIÐINNI Í SANDGRYFJUM  SEM ÞARNA ERU ÓKU NÚALLIR EINS OG VITLAUSIR MENN UM ALLA SANDA OG ALLTAF URÐU MENN HRIFNARI AF BÍLNUM OG VORU EKKI AÐ LEYNA ÞVÍ . NÚ VAR KLUKKA FARIN AÐ GANGA TÍU TIMINN FLJÓTUR AÐ LÍÐA VIÐ SVONA LEIKI NÚ VAR ÖLLUM BOÐIÐ Í RAUÐA-HÚSIÐ Á BAKKANUM Í KVÖLDMAT OG KAFFI.KLUKKAN ELLEFU VORUM VIÐ KOMIN Í BÆINN . EFTIR AFAR SKEMMTILEGA FERÐ OG RAUSNARLEGA.             SENNILEGA SELDIST EINN BÍLL Í ÞESSARI FERÐ OG EINN ER VOLGUR BÍLLINN KOSTAR UM FJÓRA  MILLUR.   VIÐ FERÐALANGAR SETTUMST UPP Í HONDU CIVIC  EFTIR TÚRINN OG FANNST SEM VIÐ VÆRUM KOMNIR AFTUR Á FIMMTA ÁRATUGINN. NÚ BÍÐ ÉG BARA EFTIR AÐ FÁ BOÐ UM AÐ REYNSLUAKA BMV.

 


Hæ allir

Er kominn í tæknina, verð með ykkur í fjörinu!

Um bloggið

Steindór I Steindórsson

Höfundur

Steindór I Steindórsson
Steindór I Steindórsson
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 353

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband